bloggedi blogg og hana nú
Hæ,
Jæja, best að blogga smá. Vinnan gengur ágætlega. Þarf að fá mér eins og 3 túbur af skipulagningur og 8 túbur af sjálfsaga og þá er þetta komið. Yfirmaður minn blessaður er að hætta. Ég get ekki sagt annað en að hann hafi verið ágætur blessaður. Mér var meinilla við að hitta hann í upphafi. Hann var ferlega kröfuharður blessaður og það hreinlega frussaðist frá honum sjálfstraustið. Ætli ég hafi ekki bara verið hræddur við sjálfan mig. eða eitthvað...jæja nóg komið af sálfræðinni.
Er sem sagt kominn heim í gamla góða draslið mitt. Gott að sumt breytist ekki. Orðið lífhimna hefur öðlast nýja merkingu á mínu heimili. Ég hef ekki skúrað í fleiri mánuði og það er komin þessi fína "lífhimna" á gólfið. Held reyndar að þetta verndi trégólfið fremur en annað. Ein leið til að fá trégólf til að anda.
Framundan eru frekar spennandi tímar. Pabbi og Erla koma hingað til DK eftir 2 vikur og svo tek ég viku frí í byrjun október og fer aftur í vikuferð til Þýskalands vikunni á undan.
Að öðru leyti hef ég það fínt. Er doldið einmanna stundum ég neita því ekki. Sakna klakans dálítið þessa dagana. Kaffi hjá vinum og vandamönnum og rölt í miðbæ Reykjavíkur með Kaffitár í hönd. Þegar ég spá í það þá eru ótrúlega margar minningar hjá mér tengdar kaffi.
Af dönum er það að frétta að þeir undirbúa sig af kappi fyrir kappleik í Svíþjóð. Framtíð danskrar knattspyrnu er í uppnámi og þeir verða að vinna. Skattar munu lækka en samt ekki lækka ... var að reyna að fá botn í þetta í gær þegar ég glápti á fréttirnar.
Umferðin tekur einn á dag samkvæmt nýjustu fréttum og samkvæmt því sem ég sé daglega á hraðbrautunum hérna þá kemur það því miður ekki á óvart.
Ef ykkur leiðist þá megið þið endilega senda mér línu, hringja eða gefa mér nammi....ekki endilega í þessari röð.
Lifið heil og áfram Ísland.
Arnar Thor
Jæja, best að blogga smá. Vinnan gengur ágætlega. Þarf að fá mér eins og 3 túbur af skipulagningur og 8 túbur af sjálfsaga og þá er þetta komið. Yfirmaður minn blessaður er að hætta. Ég get ekki sagt annað en að hann hafi verið ágætur blessaður. Mér var meinilla við að hitta hann í upphafi. Hann var ferlega kröfuharður blessaður og það hreinlega frussaðist frá honum sjálfstraustið. Ætli ég hafi ekki bara verið hræddur við sjálfan mig. eða eitthvað...jæja nóg komið af sálfræðinni.
Er sem sagt kominn heim í gamla góða draslið mitt. Gott að sumt breytist ekki. Orðið lífhimna hefur öðlast nýja merkingu á mínu heimili. Ég hef ekki skúrað í fleiri mánuði og það er komin þessi fína "lífhimna" á gólfið. Held reyndar að þetta verndi trégólfið fremur en annað. Ein leið til að fá trégólf til að anda.
Framundan eru frekar spennandi tímar. Pabbi og Erla koma hingað til DK eftir 2 vikur og svo tek ég viku frí í byrjun október og fer aftur í vikuferð til Þýskalands vikunni á undan.
Að öðru leyti hef ég það fínt. Er doldið einmanna stundum ég neita því ekki. Sakna klakans dálítið þessa dagana. Kaffi hjá vinum og vandamönnum og rölt í miðbæ Reykjavíkur með Kaffitár í hönd. Þegar ég spá í það þá eru ótrúlega margar minningar hjá mér tengdar kaffi.
Af dönum er það að frétta að þeir undirbúa sig af kappi fyrir kappleik í Svíþjóð. Framtíð danskrar knattspyrnu er í uppnámi og þeir verða að vinna. Skattar munu lækka en samt ekki lækka ... var að reyna að fá botn í þetta í gær þegar ég glápti á fréttirnar.
Umferðin tekur einn á dag samkvæmt nýjustu fréttum og samkvæmt því sem ég sé daglega á hraðbrautunum hérna þá kemur það því miður ekki á óvart.
Ef ykkur leiðist þá megið þið endilega senda mér línu, hringja eða gefa mér nammi....ekki endilega í þessari röð.
Lifið heil og áfram Ísland.
Arnar Thor
Ummæli
Þú ert ávallt velkominn!
kram